Erlent

Alræmdur glæpon skotinn til bana í réttarsal

Kjartan Kjartansson skrifar
Indverskur lögreglumaður mundar skotvopn. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Indverskur lögreglumaður mundar skotvopn. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA

Tveir menn sem voru dulbúnir sem lögfræðingar skutu alræmda glæpaforingja til bana í réttarsal í Delí á Indlandi í morgun. Lögregla telur að annað glæpagengi hafi skipulagt morðið.

Morðingjarnir hófu skothríð á Jitender Maan Gogi í réttarsal þar sem réttað var yfir honum. Lögreglumenn svöruðu skothríðinni og felldu morðingjana, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Gogi hafði lengi verið eftirlýstur en hann var sakaður um fjölda alvarlegra glæpa: morð, mannráð og fjársvik. Hann var handtekinn í Delí í mars og ákærður fyrir morð og fjárkúgun.

Talið er að skjótur „frami“ Gogi í glæpaheiminum hafi gert hann að skotmarki annarra gengja. Hann var meðal annars grunaður um að hafa drepið vinsælan söngvara í Haryana-ríki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×