Íslenski boltinn

Fjölnismenn leituðu ekki langt yfir skammt

Sindri Sverrisson skrifar
Gunnar Sigurðsson og Úlfur Arnar Jökulsson þjálfa Fjölni á næstu leiktíð.
Gunnar Sigurðsson og Úlfur Arnar Jökulsson þjálfa Fjölni á næstu leiktíð. mynd/Fjölnir

Fjölnismenn hafa ráðið nýjan þjálfara til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta, eftir að Ásmundur Arnarsson hætti fyrr í þessum mánuði.

Fjölnir endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í sumar, fimm stigum á eftir ÍBV í baráttunni um að komast aftur upp í efstu deild.

Nýr þjálfari liðsins er Úlfur Arnar Jökulsson sem er öllum hnútum kunnugur hjá Grafarvogsfélaginu. Honum til aðstoðar verður markvörðurinn fyrrverandi Gunnar Sigurðsson.

Í tilkynningu Fjölnis segir að Úlfur sé með UEFA A og UEFA Elite Youth A þjálfaragráður og hafi starfað síðustu fjögur ár sem þjálfari 2. flokks með góðum árangri.

Gunnar hefur verið í þjálfarateymi Fjölnis í áratug.

Enn á eftir að bætast við þjálfarateymið, samkvæmt tilkynningu Fjölnismanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.