Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 15:13 Atli Rafn Sigurðarson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira