Fótbolti

Ronaldo toppar Messi með stjarnfræðilegum tekjum

Sindri Sverrisson skrifar
Cristiano Ronaldo ætti að eiga í sig og á það sem eftir er ævinnar.
Cristiano Ronaldo ætti að eiga í sig og á það sem eftir er ævinnar. Getty/Laurence Griffiths

Cristiano Ronaldo kemur til með að þéna um það bil 16,2 milljarða króna, fyrir skatt, á sinni fyrstu leiktíð eftir endurkomuna til Manchester United.

Þetta er mat Forbes sem segir að Ronaldo komist þar með á ný upp fyrir Lionel Messi og á topp listans yfir tekjuhæstu knattspyrnumenn heims.

Ronaldo, sem er orðinn 36 ára, sneri aftur til United frá Juventus í ágúst á meðan að Messi yfirgaf uppeldisfélag sitt Barcelona og gekk í raðir PSG.

Ronaldo, sem á yfir 500 milljónir fylgjenda samanlagt á samfélagsmiðlum, mun eins og fyrr segir þéna 16,2 milljarða króna (125 milljónir Bandaríkjadala) á leiktíðinni. Rétt rúmlega helmingur teknanna eru laun og bónusar frá Manchester United en afgangurinn í gegnum auglýsingasamninga og samstarf við fyrirtæki á borð við Nike, Herbalife, Clear og fyrirtæki Ronaldos; CR7.

Messi er talinn þéna um 14,3 milljarða króna (110 milljónir dala) á sinni fyrstu leiktíð hjá PSG. Samkvæmt Forbes fær hann aðeins hærri laun hjá PSG en Ronaldo hjá United, eða 9,7 milljarða samanborið við 9,1 milljarð króna sem Ronaldo fær hjá United. Restina fær Messi í gegnum auglýsingasamninga.

Liðsfélagar Messis eru svo næstir á listanum en Neymar er sagður þéna 12,3 milljarða króna og Kylian Mbappé 5,6 milljarða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.