Báðir grunuðu í hópnauðgunarmáli sæta farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:54 Landsréttur hefur úrskurðað í málum beggja sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu. Vísir/Vilhelm. Landsréttur hefur einnig staðfest farbann yfir hinum manninum sem grunaður er um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Munu þeir báðir sæta farbanni til 11. nóvember. Vísir sagði frá úrskurði Landsréttar í máli annars mannsins á mánudaginn en sama dag úrskurði Landsréttur í máli hins. Úrskurðurinn var hins vegar ekki birtur fyrr á vef Landsréttar fyrr en í dag. Þar segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannanna beggja, segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Sakaður um að hafa sagt öðrum manni að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Sá sem um ræðir hér er maðurinn sem lögregla telur að hafi fyrst brotið á konunni, áður en hann kallaði á hinn manninn. Rannsóknin langt komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili mannsins sem hér um ræður og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður, blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð hans sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu og þarf maðurinn að sæta farbanni til 11. nóvember næstkomandi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vísir sagði frá úrskurði Landsréttar í máli annars mannsins á mánudaginn en sama dag úrskurði Landsréttur í máli hins. Úrskurðurinn var hins vegar ekki birtur fyrr á vef Landsréttar fyrr en í dag. Þar segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurðum Landsréttar, í málum mannanna beggja, segir að þeir hafi verið búsettir hér á landi undanfarin ár, en séu af erlendu bergi brotnir. Sakaður um að hafa sagt öðrum manni að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Sá sem um ræðir hér er maðurinn sem lögregla telur að hafi fyrst brotið á konunni, áður en hann kallaði á hinn manninn. Rannsóknin langt komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili mannsins sem hér um ræður og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður, blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð hans sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu og þarf maðurinn að sæta farbanni til 11. nóvember næstkomandi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira