Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2021 09:02 Henning Henningsson „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun
Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent