Innlent

Kæra Happ­drætti há­skólans og Há­spennu til lög­reglu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Samtök áhugafólks um spilafíkn vill kassana burt.
Samtök áhugafólks um spilafíkn vill kassana burt.

Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu. Samtökin segja þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá lögum um fjárhættuspil ekki fela í sér heimildir til að útvista rekstri spilakassa til annarra.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að röksemdafærsla SÁS byggi meðal annars á ákvæðum í lögum þar sem segir að það sé refsivert að gera fjárhættuspil að atvinnu og afla sér tekna með því að hýsa fjárhættuspilastarfsemi.

Samkvæmt ársreikningi hafi Háspenna haft 345 milljónir í tekjur árin 2018 og 2019 en fyrirtækið rekur spilakassa frá HHÍ. Þannig hafi Háspenna haft „ríf­legar tekjur af starf­semi sem hugsan­lega er bæði ó­lög­mæt og refsi­verð“.

SÁS segja undanþágu HHÍ aldrei hafa verið ætlaða til að heimila rekstur spílavíta en samkvæmt fyrirtækjaskrá sé rekstur Háspennu flokkaður sem fjárhættu- og veðmálastarfsemi.

Kompás fjallaði ítarlega um spilafíknina í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×