Fótbolti

Ungverjar leika tvo leiki fyrir luktum dyrum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ungverska knattspyrnusambandið fær refsingu fyrir hegðun stuðningsmanna þeirra í leik gegn Englandi á dögunum.
Ungverska knattspyrnusambandið fær refsingu fyrir hegðun stuðningsmanna þeirra í leik gegn Englandi á dögunum. Eddie Keogh - The FA/The FA via Getty Images

Ungverska landsliðið í knatttspyrnu mun þurfa að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum eftir að leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Ungverja í byrjun mánaðar.

Ungverska knattspyrnusambandið hefur einnig verið sektað um tæplega 160.000 pund, en í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, kemur fram að sambandið umberi ekki slíka hegðun.

FIFA sektaði ungverska knattspyrnusambandið einnig í júní síðastliðnum og þá þurfti liðið að spila þrjá leiki fyrir luktum dyrum. Sá þriðji var hins vegar ekki spilaður, en leikurinn gegn Englendingum var í rauninni sá þriðji.

Þar sem að leikurinn gegn Englendingum var á vegum FIFA, en ekki UEFA [evrópska knattspyrnusambandið], fluttist áhorfendabannið ekki yfir, og áhorfendur mættu á völlinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir kynþáttafordómum af hálfu ungversku stuðningsmannanna, og hlutum rigndi yfir leikmenn enska liðsins í seinni hálfleik sem var kastað inn á völlinn.

Þá bauluðu stuðningmennirnir á leikmenn enska liðsins þegar að þeir tóku hné fyrir leik til að sýna „Black lives matter“ stuðning.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.