Gunnhildur Yrsa um ungu stelpurnar: Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með ungu stelpurnar í hópnum og segist geta lært mikið af þeim. Skjámynd/S2 Sport Íslenska kvennaalandsliðið er nú skemmtileg blanda af reyndari leikmönnum og ungum framtíðarstjörnum. Liðið hefur undankeppni HM 2023 í Laugardalnum í kvöld og fyrirliðinn stefnir á sigur. „Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Sjá meira
„Við erum búnar að vera með Steina í nokkra leiki og vitum hvernig við viljum spila. Við erum spenntar fyrir þessu enda búnar að bíða lengi eftir að byrja undankeppni HM,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Íslenska liðið byrjar á móti Evrópumeisturum Hollendinga á Laugardalsvellinum í kvöld. og því er verkefnið eins erfitt og það verður. „Þetta er bara fótbolti en það er ágætt að byrja á heimaleik. Þær eru búnar að vera meira saman, búnar að vera á Ólympíuleikunum og svoleiðis. Við vitum hvað vil viljum gera þannig að þetta er allt það sama,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Klippa: Viðtal við Gunnhildi Yrsu fyrir Hollandsleik Gunnhildur er ein af reynslumiklu leikmönnum liðsins en það er líka nóg af ungum stelpum í íslenska hópnum. „Þær eru frábærar. Þótt að þær séu ungar þá eru þær samt miklir reynsluboltar. Þær eru búnar að spila lengi með sínum félagsliðum. Það góða við þær er að þær eru svo hugrakkar og þær þora. Það er gott að fá þær inn og maður getur lært heilmikið af þeim,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki alltof góð en myndi það henta íslenska liðinu betur ef að það yrði slæmt veður. „Ég held að það skipti engu máli því bæði liðin eru að spila í hvaða veðri sem verður. Eins og sást í leiknum á móti Írlandi þá hafði vindurinn alveg svolítil áhrif á leikinn sjálfan. Auðvitað vill maður spila í góðu veðri en við tökum því veðri sem kemur,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Í hollenska liðinu er markadrottning Ólympíuleikanna, Vivianne Miedema, sem skorar nánast í hverjum einasta leik. „Þetta er frábær framherji sem var markahæst á Ólympíuleikunum. Þetta er vissulega geggjaður leikmaður en eins og ég hef sagt áður þá finnst mér gaman að spila á móti þeim bestu því þá sér maður hvar maður stendur. Það er gaman að fá að mæta svona leikmönnum,“ sagði Gunnhildur Yrsa en hver eru markmiðin fyrir leikinn í kvöld. Yrðu íslensku stelpurnar sáttar með jafntefli. „Ég vil aldrei segja að ég sé sátt með jafntefli. Við förum í alla leiki og viljum vinna og við stefnum á það. Við förum í hvern einasta leik með sjálfstraust til þess að vinna,“ sagði Gunnhildur Yrsa en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Fleiri fréttir Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Sjá meira