Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 12:21 Rusesabagina í réttarsal í febrúar. Hann telur að rekja megi ákæruna á hendur sér til gagnrýni sinnar á Kagame forseta Rúanda. AP/Muhizi Olivier Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina. Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina.
Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48