Sara Björk um markið í úrslitum Meistaradeildar Evrópu: „Hugsaði að þetta væri allt frekar óraunverulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 22:31 Sara Björk fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir rúmlega ári síðan. Alex Caparros/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkennir að hún hafi horft á markið sem hún skoraði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir rúmlega ári töluvert oftar en einu sinni. Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Sara Björk - sem er sem stendur í barneignarleyfi - ræddi við Heimavöllinn nýverið. Þar fór hún yfir víðan völl í lið sem kallast „Hraðaspurningar.“ Spurningarnar voru þó margar hverjar í erfiðari kantinum og því ekki um neinar hraðaspurningar að ræða. Ásamt því að ræða markið í úrslitaleiknum - sem sjá má hér að neðan - þá fór fyrirliðinn yfir víðan völl. Allt það helsta má sjá hér að neðan. Sara Björk hefur ekki leikið fótbolta undanfarna mánuði þar sem hún þurfti að taka sér pásu vegna barnsburðar. Lyon, lið hennar, saknaði hennar sárt undir lok síðustu leiktíðar þar sem Lyon missti af franska meistaratitlinum sem og Meistaradeild Evrópu. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Berglind Björg Þorvaldsdóttir má fylla skarð Rakelar Hönnudóttur en Söru Björk vantar nýjan herbergisfélaga þar sem Rakel hefur lagt landsliðskóna á hilluna. „Maður getur hlegið nógu mikið með henni,“ er helsta ástæða þess að Sara Björk væri til í Berglindi sem herbergisfélaga. Sú fyndnasta sem Sara Björk spilaði með er hins vegar Ella Copple Masar en þær léku saman hjá Wolfsburg. Þar sem Masar hefur lagt skóna á hilluna fær hin ástralska Ellie Carpenter titilinn en hún er liðsfélagi Söru Bjarkar hjá Lyon í dag. „Ég segi Edda Garðarsdóttir, en samt svona tough love,“ svaraði landsliðsfyrirliðinn aðspurð hver hefði tekið best á móti hennar þegar hún kom kornung inn í íslenska A-landsiðið á sínum tíma. Jonas Eidevall, þjálfari Arsenal í dag, er besti þjálfari sem Sara Björk hefur haft á sínum ferli. Hann þjálfaði Söru á sínum tíma hjá Rosengård. „Ég hugsaði að við værum búnar að vinna þetta. Ég kom okkur i 3-1 og það var ekki mikið eftir. Ég hugsaði í fyrsta lagi, við erum búnar að vinna þetta, ég væri búin að skora gegn mínu gamla liði og þetta væri allt frekar óraunverulegt.“ „Nokkrum sinnum,“ sagði Sara Björk og glotti aðspurð hversu oft hún hefði horft á markið gegn Wolfsburg.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira