Fótbolti

Al­fons hafði betur gegn Pat­rik Sigurði og Samúel Kára

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons og félagar eru komnir á toppinn.
Alfons og félagar eru komnir á toppinn. Vísir/Hulda Margrét

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alfons Sampsted hafði betur gegn Patrik Sigurði Gunnarssyni og Samúel Kára Friðjónssyni er Bodø/Glimt lagði Viking.

Patrik Sigurður stóð í fyrsta skipti milli stanganna hjá Viking er Alfons og félagar komu í heimsókn. Eftir að heimamenn komust í 1-0 þá svöruðu gestirnir með þremur mörkum í síðari hálfleik og unnu 3-1 sigur.

Patrik Sigurður lék allan leikinn í marki Viking en Samúel Kári kom inn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Alfons lék allan leikinn í hægri bakverði Bodo/Glimt,. Nældi hann sér í gult spjald í leiknum.

Viðar Örn Kjartansson spilaði 87 mínútur í 1-1 jafntefli Vålerenga og Molde.

Bodø/Glimt trónir á toppi deildarinnar með 38 stig að loknum 19 leikjum. Viking er í 6. sæti með 31 stig á meðan Valerenga er í 8. sæti með 27 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.