Fótbolti

Dortmund hafði betur gegn Union Berlin í sex marka leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk fyrir Dortmund í dag.
Erling Braut Haaland skoraði tvö mörk fyrir Dortmund í dag. Lukas Schulze/Getty Images

Borussia Dortmund tók á móti Union Berlin í fimmtu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur 4-2 í leik sem að varð mun meira spennandi en á horfðist.

Raphael Guerreiro kom heimamönnum í Dortmund yfir eftir aðeins tíu mínútna leik áður en Erling Braut Haaland tvöfaldaði forystuna tæpum stundarfjórðung seinna.

Staðan var því 2-0 þegar að flautað var til hálfleiks, en Marvin Friedrich varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net snemma í seinni hálfleik. 

Staðan því orðin 3-0 þegar um 40 mínútur vour eftir og allt stefndi í stórsigur Dortmund.

Max Kruse minnkaði muninn á 57. mínútu af vítapunktinum, og á 81. mínútu breytti Andreas Voglsammer stöðunni í 3-2 eftir stoðsendingu frá Niko Giesselmann.

Erling Braut Haaland var ekki tilbúinn í það að hleypa gestunum of mikið inn í leikinn, en hann tryggði Dortmund 4-2 sigur, og stigin þrjú, með marki rúmum fimm mínútum fyrir leikslok.

Dortmund er nú í öðru sæti með tólf stig eftir fimm leiki, einu stigi á eftir toppliði Bayern München. Union Berlin situr í áttunda sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×