Fótbolti

Jimmy Greaves er látinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jimmy Greaves var einn mesti markaskorari enskrar knattspyrnu frá upphafi.
Jimmy Greaves var einn mesti markaskorari enskrar knattspyrnu frá upphafi. Allsport UK /Allsport

Jimmy Greaves, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, er látinn. Greaves var 81 árs, en hann er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í efstu deild á Englandi.

Hann hóf feril sinn hjá Chelsea, en lék einnig með AC Milan, West Ham og Tottenham svo eitthvað sé nefnt.

Hann skoraði 44 mörk í 57 leikjum fyrir enska landsliðið, og var hluti af enska liðinu sem að vann heimsmeistaramótið árið 1966.

Eins og áður segir er Greaves sá leikmaður sem að hefur skorað flest mörk í efstu deild á Englandi frá upphafi, en hann skoraði 357 deildarmörk í 516 leikjum. Hann er einnig markahæsti leikmaður Tottenham frá upphafi, en hann skoraði 266 mörk í 379 leikjum fyrir félagið.

Tímabilið 1960 til 1961 skoraði hann 41 mark fyrir Chelsea, en það er félagsmet sem stendur enn. Árið eftir skoraði hann 37 mörk fyrir Tottenham, og er það einnig félagsmet sem stendur enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×