Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 18:49 Daníel er 14 ára gamall. Þeim feðgum var sagt að þetta væri fyrsta tilfelli blóðtappa eftir Covid-19 hjá svo ungum einstaklingi hér á landi. vísir/nanna Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira