Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 12:01 Wayne Rooeny á hliðarlínunni í leik dagsins. Alex Morton/Getty Images Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira