Fótbolti

Djibril Cissé leggur skóna á hilluna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Djibril Cissé þótti á sínum tíma virkilega spennandi leikmaður, en meiðsli settu strik í reikninginn.
Djibril Cissé þótti á sínum tíma virkilega spennandi leikmaður, en meiðsli settu strik í reikninginn. Etsuo Hara/Getty Images

Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cissé, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna endanlega á hilluna. Hann mun nú snúa sér að þjálfun yngri leikmanna Marseille í Frakklandi.

Cissé varð fertugur í seinasta mánuði, en hann var samningsbundinn Panathinaikos Chicago í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki spilað atvinnumannabolta síðan árið 2017.

Þessi franski sóknarmaður hóf feril sinn með Auxerre í heimalandinu áður en hann færði sig í Bítlaborgina árið 2004. Þar lék hann 49 deildarleiki fyrir Liverpool og skoraði í þeim 13 mörk. Hann hafði aðeins leikið 19 leiki fyrir félagið þegar að hann fótbrotnaði illa í leik gegn Blackburn. Seinna meir sagði hann frá því að ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð sjúkrateymisins, hefði hann líklega misst fótinn.

Á ferli sínum hefur hann einnig leikið fyrir lið á borð við Lazio, QPR og Marseille svo eitthvað sé nefnt. Þá lék hann einnig 41 leik fyrir franska landsliðið.

Eins og áður segir mun Cissé nú snúa sér að þjálfun, en hann hefur skrifað undir hjá Marseille í heimalandinu. Það mun hann vinna með yngri leikmönnum liðsins, og þá aðallega sóknarmönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.