Sport

Cisse ekki meira með í vetur

Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse leikur ekki meira með liði sínu Liverpool á þessu tímabili. Cisse fótbrotnaði í 2-2 jafnteflisleik gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Cisse fór í aðgerð í morgun þar sem settur var pinni í vinstri sköflung sem brotnaði mjög illa. Aðgerðin tókst mjög vel og verður Cisse á spítala næstu 6 daga en félagið hefur staðfest að útilokað sé að franski sóknarmaðurinn leiki meira með liðinu í vetur. Atvikið átti sér stað á 38. mínútu eftir það sem leit út fyrir að vera saklaus barátta um boltann við Jamie McEveley varnarmann Blackburn. Fyrir nákvæmlega ári meiddust tveir Liverpool leikmenn alvarlega í viðreign sinni í deildinni, einnig á heimavelli Blackburn þegar Milan Baros og Jamie Carragher brutu ökkla og rifu sin og voru frá í langan tíma. Þessi tíðindi þýða að öllum líkundum að Liveprool muni kaupa sóknarmann í janúar og er talið nánast öruggt að Fernando Morientes verði keyptur frá Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×