Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi þar sem mikill fjöldi ungmenna var að slást en hópurinn leystist upp eftir að lögregla kom á staðinn. Þá voru fimm aðilar handteknir og vistaðir í fangaklefa í Kópavogi sakaðir um aðild að líkamsárás. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Bríetartún líkt og greint var frá í gær. Enginn slys urðu á fólki en mikið tjón er á íbúðinni.
Stól var kastað í gegnum rúðu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur en gerandi hljóp af vettvangi, að sögn lögreglu. Þá var brotist inn í geymslur í fjölbýlishúsi í miðborginni.
Ökumaður var stöðvaður í Hlíðarhverfi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn er einnig sagður hafa verið með stera og fíkniefni þegar var hann var handtekinn. Var maðurinn sviptur ökuréttindum. Einnig voru nokkrir aðrir ökumenn stöðvaðir í gær og í nótt, sakaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.