Greiðir 300 þúsund krónur fyrir hótun um að senda nektarmyndir Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 22:25 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til 45 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur fyrir að hafa hótað að senda nektarmyndir af fyrrverandi sambúðarkonu sinni á yfirmann hennar. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum. Málsatvik voru þau að maðurinn hótaði að senda myndir af konunni fáklæddri á yfirmann hennar með eftirfarandi skilaboðum: „Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter... td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras..... eg syni það a emailum þa erum vid kvitt.“ Í dóminum segir að skilaboðin hafi verið til þess fallin að vekja ótta hjá konunni um velferð hennar. Konan hafði lagt fram kæru vegna tveggja líkamsárása af hendi mannsins á meðan á sambandi þeirra stóð auk umræddrar hótunar. Hótunina hafði maðurinn uppi eftir að hann fékk veður af því að konan hefði tilkynnt lögreglu um líkamsárásirnar tvær. Hann hafi furðað sig á því hún hafi kært hann fyrir líkamsárás. Konan hafi þá leiðrétt manninn og tilkynnt honum að hún hefði ekki viljað leggja fram formlega kæru á hendur honum þá heldur einungis viljað láta bóka um málið. Þá bauð hún manninum að leita sér hjálpar hjá Heimilisfriði, ella myndi hún fara alla leið með málið. Þar sem hún hefði ekki fengið staðfestingu þess efnis frá manninum hafi hún ákveðið að leggja fram formlega kæru. Málið fellt niður vegna skorts á sönnun Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að fella málið niður árið 2019 þar sem það sem fram væri komið væri ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðun lögreglustjórans hvað varðaði meintar líkamsárásir ákærða með vísan til þess að þau brot hans væru fyrnd. Hins vegar taldi ríkissaksóknari að í þeim skilaboðum mannsins sem tekin eru upp í ákæru málsins hefði falist hótun um að fremja refsiverðan verknað. Var ákvörðun lögreglustjóra varðandi þann þátt málsins því felld niður og lagt fyrir lögreglustjóra að gefa út ákæru vegna hans, sem lögreglustjóri gerði. Fór svo að maðurinn var sakfelldur fyrir hótunarbrotið og honum gert að sæta 45 daga fangelsisrefsingar sem er frestað til tveggja ára auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk 500 þúsund króna í málskostnað. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda sín, alls um 1.400 þúsund.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira