MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:29 Halla Margrét Hilmarsdóttir er formaður Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Stöð 2 Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins. Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins.
Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira