Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 11:54 Anthony Gonzalez taldi sér ekki lengur vært innan Repúblikanaflokksins eftir að hann greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot í janúar. AP/Susan Walsh Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira