Lífið

Sigríður Thorlacius eignaðist dreng

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Frumburður söngkonunnar Sigríðar Thorlacius er kominn í heiminn. 
Frumburður söngkonunnar Sigríðar Thorlacius er kominn í heiminn.  Vísir/Vilhelm

Söng- og tónlistarkonan Sigríður Thorlacius eignaðist sitt fyrsta barn, dreng, fyrir um viku síðan. 

Á Facebook síðu sinni í dag tilkynnti Sigríður um tilvist litla draumaprinsins sem hún segir hafa komið í heiminn aðeins fyrr en áætlað var og með „ögn dramatískum hætti“, eins og hún orðar það.

 Sigríður er án efa ein af ástælustu söngkonum þjóðarinnar og hefur rödd hennar og einkar sjarmerandi framkoma snert hjörtu flestra Íslendinga síðustu ár. 

Hamingjuóskum rignir yfir hina nýbökuðu móður á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir fallegri mynd af frumburðinum og segir, „Draumaprins foreldra sinna er viku gamall í dag. Síðan þá er hann bara búinn að gleðja og stækka veröldina.“ 


Tengdar fréttir

Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja

Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði.

Sigríður Thorlacius á von á barni

Tónlistarkonan Sigríður Thorlacius á von á barni. Í færslu sem hún skrifaði á Facebook segist hún vera að „að kafna úr þakklæti.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.