Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 20:12 Aly Raisman tekur í hönd Simone Biles á nefndarfundinum í dag. Þær tvær ásamt McKayla Maroney og Maggie Nichols baru vitni um misnotkun af hendi Larry Nassar, liðslækni bandaríska fimleikalandsliðsins, og slælegrar rannsóknar af hendi FBI. Saul Loeb Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. „Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra. Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
„Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra.
Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira