Nýliðarnir byrja á sigri | Bellingham frábær í Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 18:40 Jude Bellingham fór mikinn í Tyrklandi í kvöld. Alex Grimm/Getty Images Fyrstu tveimur leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Sheriff Tiraspol er í fyrsta sinn að taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og hóf liðið veru sína með 2-0 sigri á Shakhtar Donetsk. Þá vann Borussia Dortmund 2-1 útisigur á Besiktas í Tyrklandi. Í Tiraspol voru það heimamenn í Sheriff sem voru mun betri aðilinn í leik dagsins. Adama Traore kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cristiano frá vinstri strax á 16. mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 er flautað var til hálfleiks. Í síðari hálfleik tvöfaldaði varamaðurinn Momo Yansane forystu heimamanna með góðum skalla eftir fyrirgjöf Cristiano. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Cristiano has provided more assists (2) than any other player in the Champions League so far this season.No, not that one. pic.twitter.com/I3vy27E1Lu— Squawka Football (@Squawka) September 15, 2021 Ásamt Sheriff og Shakhtar eru stórlið Real Madríd og Inter Milan í D-riðli. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim vegnar er þau mæta til Tiraspol. Í C-riðli áttust við Besiktas og Borussia Dortmund. Segja má að gestirnir hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Enski táningurinn Jude Bellingham kom gestunum frá Þýskalandi yfir á 20. mínútu leiksins. Youngest players to score in consecutive Champions League games: Kylian Mbappe - 18 years and 85 days oldJude Bellingham - 18 years and 78 days oldEsteemed company #UCL pic.twitter.com/SOrHAjrzrc— Football on BT Sport (@btsportfootball) September 15, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks lagði hann svo upp annað mark liðsins en Norðmaðurinn Erling Braut Håland sá um að koma knettinum í netið. Staðan því 2-0 í hálfleik og var hún enn 2-0 er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skoraði Francisco Montero fyrir heimamenn en nær komust þeir ekki og lokatölur því 2-1 Dortmund í vil. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira