Innlent

Bein út­sending: Hjúkrunar­fræðingar í heims­far­aldri

Atli Ísleifsson skrifar
Á málþinginu verður hlutverk hjúkrunarfræðinga á tímum kórónuveirunnar í brennidepli.
Á málþinginu verður hlutverk hjúkrunarfræðinga á tímum kórónuveirunnar í brennidepli. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir rafrænu málþingi í dag milli klukkan 9 og 16.

Á málþinginu, sem fram fer á Grand Hótel, verður hlutverk hjúkrunarfræðinga á tímum kórónuveirunnar í brennidepli og verða þar flutt fjölmörg erindi.

Hægt er að fylgjast með málþingi í spilaranum að neðan, en fundarstjóri er Gísli Nils Einarsson hjúkrunarfræðingur.

Dagskrá málþingsins

Setning kl. 09:00: Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Lota 1: Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og heimahjúkrun

  • 09:10 Hlutverk hjúkrunarfræðinga í bólusetningum og skimunum á Keflavíkurflugvelli. Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi mótttöku, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
  • 09:25 Hlutverk stjórnanda í heimahjúkrun á tímum COVID. Sigrún Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • 09:40 Þróun á Heilsuveru Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis
  • 09:55 Fjölbreytni í störfum hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu –frásögn hjúkrunarfræðings í heilsugæslu. Sigríður Elísabet Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur í heilsugæslunni Hlíðum
  • 10:10 Spurningar og umræður
  • 10:30 HLÉ

Lota 2: Reynslusögur hjúkrunarfræðinga

  • 10:40 Sóttvarnaaðgerðir í heimsfaraldri. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá Embætti landlæknis
  • 10:55 Skaðaminnkun í samfélagi farsóttar – frásögn hjúkrunarfræðinga úr farsóttarhúsi. Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma
  • 11:10 Endurhæfingarhjúkrun og COVID. Jónína Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarstjóri lungnateymis og sérfræðingur í lungnahjúkrun á Reykjalundi
  • 11:25 Sérfræðingur í hjúkrun á smitsjúkdómadeild Landspítala á COVID tímum. Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með smitsjúkdóma/húðsýkingar á Landspítala
  • 11:40 Spurningar og umræður
  • 12:00 Hádegishlé

Lota 3: Reynslusögur hjúkrunarfræðinga

  • 12:45 Áskoranir í heimahjúkrun á tímum COVID. Hrefna Guðmundsdóttir, hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg
  • 13:00 Sýkingavarnir í heimsfaraldri. Ásdís Elfarsdóttir Jelle, deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala
  • 13:15 Hlutverk starfsmannahjúkrunarfræðinga Landspítala. Arna Kristín Guðmundsdóttir, starfsmannahjúkrunarfræðingur Landspítala
  • 13:30 Hjúkrun COVID sjúklinga á gjörgæsludeild Landspítala. Sigríður Árna Gísladóttir, aðstoðadeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut
  • 13:45 Spurningar og umræður
  • 14:05 HLÉ

Lota 4: Hjúkrunarheimili og Landakot

14:15 Í auga stormsins. Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

14:30 Hjúkrunarheimilin í heimsfaraldri. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs á Eir, Skjóli og Hömrum

14:45 Örmyndir af Landakoti. Ragnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri A-3 á Landspítala

15:00 Áskoranir og hindranir í starfi stjórnanda á hjúkrunarheimili í COVID umsátri. Ingi Þór Ágústsson, forstöðumaður dagþjálfunar, Hlíð

15:15 Spurningar og umræður

15:45 Málþingi slitið



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×