Innlent

Rýma svæðið eftir að hraun­straumur fór ó­vænt að renna hratt í Nátt­haga

Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa
Búið er að kalla út björgunarsveitir negna hraunflæðisins. Myndin er úr safni.
Búið er að kalla út björgunarsveitir negna hraunflæðisins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga.

Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að verið sé að renna á miklum hraða úr hrauntjörn sem hafði verið að myndast og renni nú hraumstraumur niður í Nátthaga. „Það er verið að rýma gönguleið A og svæðið þar í kring.“

Gunnar segir að búið sé að kalla út björgunarsveitir og að væntanlega verði send út SMS þá og þegar um tímabundna lokun á svæðinu út af þessu.

Í tilkynningu sem send var á fjölmiðla nú um klukkan 11:20 segir að lokað hafi verið fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis. „Er það gert af öryggisástæðum. Viðbragðsaðilar þurfa nú svigrúm til að meta að nýju aðstæður,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×