Erlent

Móðir breska for­sætis­ráð­herrans látin

Atli Ísleifsson skrifar
Charlotte Johnson Wahl (til hægri) með börnum sínum Boris og Rachel Johnson.
Charlotte Johnson Wahl (til hægri) með börnum sínum Boris og Rachel Johnson. Getty

Charlotte Johnson Wahl, móðir breska forsætisráðherrans Boris Johnson, er látin, 79 ára að aldri.

BBC segir frá því að í tilkynningu segir hún hafi andast á St Mary‘s sjúkrahúsinu í vesturhluta London.

Boris Johnson lýsti eitt sinn móður sinni sem „æðsta valdi“ innan fjölskyldunnar.

Johnson Wahl gekk að eiga Stanley Johnson árið 1963 áður en hún lauk háskólanámi frá Oxford-háskóla. Hjónin, sem skildu árið 1979, eignuðust fjögur börn – Boris, Rachel, Jo og Leo.

Johnson Wahl vakti meðal annars athygli sem myndlistarkona og þá sér í lagi portrettmyndir.

Árið 1988 giftist hún bandaríska prófessornum Nicholas Wahl og flutti til New York, en flutti aftur til London árið 1996 eftir dauða Wahl.

Hún greindist með Parkinson, fertug að aldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×