Erlent

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tanya Fear sást síðast á fimmtudag.
Tanya Fear sást síðast á fimmtudag. Getty/David M Benett

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Tanya er þekktust fyrir leik sinn í bresku þáttunum Doctor Who en hún hefur einnig leikið í Spotless, Endeavour, DCI Banks og Barnaby ræður gátuna. Þá lék hún í kvikmyndinni Kick-Ass 2 en hefur nýlega farið að vera með uppistand.

Umboðsmaður Tönyu, Alex Cole, sagði í segir í samtali við ABC News að Tanya hafi verið vel á sig komin þegar þau hittust síðast fyrir viku.

Vinir Tönyu og fjölskylda hafa hvatt fólk til að nota myllumerkið #FindTanyaFear á samfélagsmiðlum til að aðstoða þau við að safna saman upplýsingum um hvarf hennar.

„Síðan hún kom hingað hefur ferill hennar blómstrað en þetta er bara upphafið,“ sagði Cole í samtali við ABC. „Við höfum miklar áhyggjur af henni en vonum að þetta sé misskilningur og að við finnum hana.“

Samkvæmt Twitter-aðganginum @FindTanyaFear, sem fjölskylda hennar heldur úti, sást síðast til hennar í Trader Joe‘s matvöruverslun á Santa Monica breiðgötunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.