Erlent

Íranar leyfa aftur eftir­lit með kjarn­orku­fram­leiðslu

Þorgils Jónsson skrifar
Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Aljþóða kjarnorkumálastofunarinnar, fundaði með fulltrúum íranskra stjórnvalda um framhald á eftirliti með kjarnorkuframleiðslu þar í landi. 
Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Aljþóða kjarnorkumálastofunarinnar, fundaði með fulltrúum íranskra stjórnvalda um framhald á eftirliti með kjarnorkuframleiðslu þar í landi. 

Stjórnvöld í Íran samþykktu í dag að heimila eftirlitsfólki Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) að hefja eftirlitsupptökur að nýju í kjarnorkurannsóknarstöðvum landsins.

Samkomulagið felur í sér, að sögn frétta að IAEA fær nú leyfi til að setja ný minniskort í vélarnar og gera við ef þess þarf með. Þessar tilslakanir koma í veg fyrir að Bandaríkin og Evrópulönd grípi til frekari refsiaðgerða gegn Íran, sem hefði sett samkomulag um kjarnorkuáætlun Írana í frekara uppnám.

Íranar undirrituðu samkomulag þetta við helstu iðnríki heims árið 2015, en samkvæmt því var kjarnorkuframleiðsla Írana verulega takmörkuð.

Bandaríkin sögðu sig frá samkomulaginu árið 2018, að skipun Donald Trumps þáverandi forseta, og árið eftir hófu Íranar að virða skuldbindingar sína að vettugi. Íran hefur síðan verið að auðga úran umfram það sem samkomulagið kvað á um.

Síðan þá hafa verið í gangi þreifingar um að koma aðilum aftur að samningaborðinu, án árangurs þó.


Tengdar fréttir

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Íranir halda áfram að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að  fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári.

Gripið til neyðarstöðvunar í eina kjarnorkuveri Írans

Stjórnendur eina kjarnorkuvers Írans gripu til neyðarstöðvunar þess um helgina. Stjórnvöld hafa ekki gefið skýringar á á stöðvuninni en varað við því að rafmagni gæti slegið út tímabundið í nokkra daga.

Nýr forseti sór embættiseið í Íran

Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða.

Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til.

Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild

Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×