Erlent

Haldlögðu kókaín að andvirði tæplega þrjátíu milljarða króna

Árni Sæberg skrifar
Kókaínið sem var haldlagt er virði 160 milljóna punda.
Kókaínið sem var haldlagt er virði 160 milljóna punda. Vísir

Sex menn voru handteknir um borð í snekkju við strendur Englands á fimmtudag. Um borð í snekkjunni voru ríflega tvö tonn af kókaíni.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er söluvirði kókaínsins sem haldlagt var 160 milljónir punda. Á gengi dagsins í dag eru 160 milljónir punda um það bil 28 milljarðar króna.

Einn mannanna sex er breti en hinir fimm eru frá Níkaragva. Þeir eru á aldrinum 24 til 49 ára.

Snekkjan sem mennirnir sigldu heitir Kahu og er skráð á Jamaíka. Henni var siglt frá Karabíahafinu en hún var stöðvuð um 130 kílómetra frá strönd Englands.

Matt Horne, yfirmaður hjá bresku löggæslustofnuninni, segir engan vafa vera á því að kókaínið hafi verið ætlað til sölu um allt Bretland.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×