Innlent

Hafa kynnt lista Flokks fólksins í Norð­vestur­kjör­dæmi

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Heiðar Ólafsson og Eyjólfur Ármannsson eru efstir á listanum.
Ágúst Heiðar Ólafsson og Eyjólfur Ármannsson eru efstir á listanum. Flokkur fólksins

Eyjólfur Ármannsson skipar fyrsta sætið á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, en flokkurinn hefur nú kynnt listann í heild.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Eyjólfur sé lögfræðingur og formaður Orkunnar okkar sem séu samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt Íslands í orkumálum.

„Eyjólfur hefur undanfarið meðal annars gætt hagsmuna landeigenda í Arnarfirði og Dýrafirði í þjóðlendumálum.

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari hjá Norðuráli, skipar annað sæti og Þórunn Björg Bjarnadóttir, fyrrum bóndi, það þriðja. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, skipar fjórða sæti.“

  1. Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur LL.M.
  2. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari hjá Norðuráli
  3. Þórunn Björg Bjarnadóttir, fyrrum bóndi
  4. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri
  5. Sigurlaug Sigurðardóttir, náttúrufræðingur
  6. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
  7. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir
  8. Jenný Ósk Vignisdóttir, landbúnaðarstörf
  9. Erna Gunnarsdóttir, öryrki
  10. Eyjólfur Guðmundsson, vinnur á sambýli f. fatlaða
  11. Sigurlaug Arnórsdóttir, öryrki
  12. Magnús Kristjánsson, rafvirkjameistari/sjómaður/eldri borgari
  13. Bjarki Þór Pétursson, verkamaður/öryrki
  14. Einir G. Kristjánsson, öryrki/verkefnastjóri
  15. Kristjana S. Vagnsdóttir, eldri borgari
  16. Jón Kr. Ólafsson, söngvari og safnvörður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×