Einkunnir Íslands: Fyrirliðinn bestur í annars erfiðum leik 8. september 2021 21:25 Jóhann Berg átti fínan leik í kvöld en átti við ofurefli að etja líkt og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið tapaði 0-4 gegn Þýskalandi í J-riðli undankeppni HM 2022 í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson stóð upp úr í íslenska liðinu að mati Vísis. Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjá meira
Jóhann Berg var duglegur varnarlega og fékk tvö bestu færi Íslands í leiknum. Það fyrra kom í fyrri hálfleik en þá átti hann skot með úr þröngu færi með sínum verri fæti sem Manuel Neuer varði í marki Þýskalands. Í þeim síðari átti hann bylmingsskot sem small í stöng. Albert Guðmundsson fylgdi eftir og skoraði en var dæmdur rangstæður. Þá var Ísak Bergmann Jóhannesson sprækur framan af og óhræddur að takast á við magnaða leikmenn þýska liðsins. Þórir Jóhann Helgason var einnig sprækur en hann byrjaði óvænt á vinstri væng Íslands. Skiptingar Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara komu seint og skiluðu því miður ekki jafn miklu og gegn Norður-Makedóníu. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn í dag. Byrjunarlið Íslands Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið sem ekkert gert í mörkunum (missti samt boltann klaufalega í aðdraganda þriðja?). Varði vel frá Leon Goretzka um miðbik fyrri hálfleiks og vel frá Timo Werner í upphafi þess síðari. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Átti einkar erfitt uppdráttar í upphafi leiks þar sem hann var berskjaldaður gegn Leroy Sané. Var svo ekki nægilega nálægt Sané þegar sá vængmaðurinn skoraði þriðja mark Þjóðverja. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður 5 Komst ágætlega frá leiknum miðað við aldur og fyrri störf. Átti vissulega í vandræðum en leit betur út en margir mun reyndari leikmenn. Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 4 Virkaði frekar týndur í fyrsta marki gestanna og átti almennt frekar erfitt uppdráttar. Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Ágætur framan af. Lítið svo sem hægt að setja út á hans frammistöðu en virkaði mjög þreyttur í síðari hálfleik eins og aðrir leikmenn liðsins. Guðlaugur Victor Pálsson, djúpur miðjumaður 4 Eyddi miklum tíma í að rífast við Joshua Kimmich en það var líklega í eina skiptið sem hann komst nálægt miðjumönnum þýska liðsins. Birkir Bjarnason, miðjumaður 5 Birkir virkaði þreyttur frá upphafi til enda. Langt því frá hans besti leikur og átti eins og aðrir miðjumenn Íslands erfitt uppdráttar gegn ógnarsterkri miðjugestanna. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 6 Sprækur fram á við. Átti fast skot sem Manuel Neuer kýldi út í teiginn. Átti ekki mikla möguleika á miðsvæðinu gegn ógnarsterkri miðju Þjóðverja en lét finna fyrir sér. Hans besti A-landsleikur til þessa. Þórir Jóhann Helgason, vinstri vængur 6 Vann vel og reyndi hvað hann gat. Stóð sig ágætlega eftir að hann var færður inn á miðjuna í síðari hálfleik. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængur (fyrirliði) 7 Fyrirliðinn átti fínan leik. Vann vel til baka og var einkar óheppinn þegar þrumuskot hans small í stönginni í síðari hálfleik. Fékk fínt skotfæri í fyrri hálfleik, því miður með hægri fæti og Manuel Neuer varði. Albert Guðmundsson, framherji 6 Vann vel til baka framan af leik, vann boltann og bjó til þessar fáu sóknir sem Ísland fékk í leiknum. Hvarf í síðari hálfleik er tankurinn var einfaldlega búinn hjá íslenska liðinu. Varamenn Arnór Sigurðsson kom inn fyrir Ísak Bergmann á 70. mínútu 5 Gerði lítið. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn fyrir Jóhann Berg á 70. mínútu 5 Gerði vel um leið og hann kom inn á en Ísland eyddi svo restinni af leiknum í skotgröfunum. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Albert á 80. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn. Andri Fannar Baldursson kom inn á fyrir Guðlaug Victor á 89. mínútu Spilaði ekki nægilega mikið til að fá einkunn.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-4 | Aldrei vonarglæta gegn Þjóðverjum Þýskaland vann 0-4 sigur á Íslandi í J-riðli undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta var fjórða tap Íslendinga í sex leikjum í undankeppninni og þeir eru án sigurs í fimm heimaleikjum í röð. 8. september 2021 20:45