Innlent

Stal bíl í morgunsárið en handtekinn eftir stuttan sprett

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er heiðskírt og þrettán gráður á Akureyri þegar þessi frétt er skrifuð. Myndin er frá öðrum fallegum degi norðan heiða.
Það er heiðskírt og þrettán gráður á Akureyri þegar þessi frétt er skrifuð. Myndin er frá öðrum fallegum degi norðan heiða. Vísir/Vilhelm

Karlmaður tók sig til og star bíl í miðbæ Akureyrar á tíunda tímanum í morgun. Ökumaður bílsins hafði skilið bílinn eftir í gangi meðan hann var að ferja inn vörur. Þegar ökumaðurinn kom út var bíllinn horfinn.

Bíllinn fannst í umferðinni fyrir norðan skömmu síðar og gaf lögregla þjófinum merki um að stöðva bílinn, sem hann gerði að sögn lögreglu eftir stutta eftirför.

„Eftir að hafa stöðvað bifreiðina reyndi ökumaður að hlaupa undan lögreglu en var handtekinn eftir stuttann sprett og fluttur á lögreglustöð,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×