Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 14:01 Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. „Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
„Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira