Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 14:01 Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. „Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira
„Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Sjá meira