Leikfær Jóhann Berg segir íslenska liðið þurfa að hlaupa úr sér lungun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 14:01 Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í tapinu gegn Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét „Ég æfði í dag og smá í gær (í gær og fyrradag) svo þetta er allt á fínu róli,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stöð 2 og Vísi hann væri klár í slaginn er Ísland mætir Þýskalandi í kvöld á Laugardalsvelli. „Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira
„Leikurinn á móti Rúmeníu var ágætur svo sem, við þurfum að skora mörk til að breyta leikjum. Við hefðum þurft að ná í 1-0 og þá hefði þetta verið allt annar leikur. Svo fáum við á okkur tvö léleg mörk en ið vitum það alveg að við eigum að gera betur. Þetta er nýtt lið og nýir leikmenn að læra inn á þetta allt saman og það tekur tíma,“ sagði Jóhann Berg um 0-2 tapið gegn Rúmeníu. „Leikurinn gegn Norður-Makedóníu var hreinlega ekki góður í 70 mínútur. Við höfum farið yfir það allt saman en við fengum líka færi þar og eins og ég segi, við þurfum að skora mörk. Síðustu 20 voru mjög góðar og það er eins og Ísland á að spila, það er hlaupið úr sér lungun og ekkert gefið eftir. Við þurfum að gera það á morgun, klárlega,“ sagði vængmaðurinn öflugi um 2-2 jafnteflið í síðasta leik. Klippa: Jóhann Berg er klár í leik kvöldsins Um unga leikmenn sem eru að fá tækifærið nú „Þetta er mikið af leikmönnum að koma inn. Venjulega eru þetta 1-2 að koma inn og þá er auðveldara að koma inn í þetta. Þetta er erfiðara nú þegar það eru svona margir og eru að læra inn á nýtt getustig, þetta er hærra getustig en þeir hafa spilað á. Þeir verða samt fljótir að læra, þetta eru allt mjög góðir fótboltamenn og þeir koma inn í þetta á einhverjum tímapunkti og hafa verið að gera það mjög vel. Við höldum því bara áfram.“ „Maður vill auðvitað alltaf vera með sitt sterkasta lið og það eru auðvitað leikmenn sem eru ekki hér. Það þýðir ekkert að hugsa um það, það er bara áfram gakk. Þeir leikmenn sem mæta þeir spila en við vitum alveg að við viljum gera betur í þessum riðli, sérstaklega upp á annað sætið þá var mikill möguleiki og við höfum ekki gert nógu vel en það er bara að lýta fram veginn og gera betur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að endingu. Reikna má með að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Íslands gegn Þýskalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Að leik loknum verður einnig umfjöllun um leikinn, einkunnir og viðtöl.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Sjá meira