Dómsmálaráðherra gagnrýnir Helga Magnús vararíkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 12:21 Dómsmálaráðherra minnir á að vararíkissaksóknara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23. Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.
Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00