Innlent

Lengja opnunartímann í bólusetningu til klukkan 19 á morgun

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Á morgun verður opið í bólusetningar frá kl. 10 til 19 á Suðurlandsbraut 34. Með þessu vonast Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu til að fleiri sjái sér fært að mæta.

Bólusetning er í boði fyrir alla óbólusetta og hálfbólusetta sem eru með íslenska kennitölu. 

Þá eru allir 60 ára og eldri velkomnir í örvunarskammt, að því gefnu að sex mánuðir séu liðnir frá seinni skammti.

Þeir sem fengu bóluefnið frá Janssen eru sérstaklega hvattir til að koma og fá örvunarskammt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.