Fótbolti

Fögnuði Eyjamanna frestað

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Fjölnismenn sigla lygnan sjó og hafa að litlu að keppa.
Fjölnismenn sigla lygnan sjó og hafa að litlu að keppa.

Tvö mörk í síðari hálfleik hjá Michael Bakare frestuðu fögnuði Eyjamanna um nokkra daga hið minnsta.

Ljóst var fyrir leik ÍBV og Fjölnis að sigur gestanna úr Vestmannaeyjum myndi tryggja sæti þeirra í deild þeirra bestu að ári. ÍBV hafði unnið síðustu tvo leiki sína og komnir með níu fingur á efstu deildar sætið. Þeir hafa nú 41 stig eftir 18 umferðir en Kórdrengir koma í humátt á eftir með 37 stig eftir 20 umferðir. Kórdrengir geta því mest náð 43 stigum svo einn sigur ÍBV tryggir þá upp um deild.

Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins en þar var að verki Sito. Markvörður Fjölnis leit ekki vel út í þessu marki og var helst til ragur í viðskiptum sínum við Sito. Markið kom eftir einungis um tvær mínútur en það tók Fjölnismenn klukkutíma að jafna. Michael Bakare fylgdi þá eftir skoti Jóhanns Árna Gunnarssonar sem markvörður ÍBV hafði varið í stöng. 

Það var svo á 85. mínútu leiksins sem að Bakare skoraði sigurmarkið með skoti úr teignum eftir undirbúning frá Guðmundi Karli Guðmundssyni. Lokatölur í Grafarvoginum 2-0 og Eyjamenn verða að geyma kampavínið í kælinum að sinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×