Fótbolti

Auðvelt hjá Portúgal í Aserbaijan

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Bernardo Silva
Bernardo Silva EPA-EFE/PAULO NOVAIS

Portúgal vann rétt í þessu þægilegan 0-3 sigur á Aserum í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Katar í nóvember á næsta ári.

Eftir sigurinn sitja Portúgalir einir að efsta sæti riðilsins með 13 stig eftir 5 leiki. Serbía, sem spilar í kvöld gegn Írum eru með 10 stig eftir 4 leiki.

Portúgal var án síns besta leikmanns Cristiano Ronaldo sem gekk á dögunum til liðs við Manchester United en það kom ekki að sök.

Bernardo Silva skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu með skemmtilegri afgreiðslu eftir fína sendingu frá Bruno Fernandes. Andre Silva kom svo gestunum í 0-2 eftir klaufagang í vörn Asera. Það var svo Diego Jota, framherji Liverpool rak síðasta naglann í kistuna með góðum skalla á 75. mínútu. 

Það liggur því ljóst fyrir að lærisveinar Fernando Santos eru í mjög góðri stöðu í sínum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×