Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 11:45 Þjálfaratíð Hansi Flick hjá þýska landsliðinu, þar sem hann var reyndar lengi aðstoðarþjálfari, hófst á tveimur sigrum og hann ætlar að sækja þann þriðja til Íslands. Getty/Tom Weller Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira