Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 11:45 Þjálfaratíð Hansi Flick hjá þýska landsliðinu, þar sem hann var reyndar lengi aðstoðarþjálfari, hófst á tveimur sigrum og hann ætlar að sækja þann þriðja til Íslands. Getty/Tom Weller Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira