Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 11:45 Þjálfaratíð Hansi Flick hjá þýska landsliðinu, þar sem hann var reyndar lengi aðstoðarþjálfari, hófst á tveimur sigrum og hann ætlar að sækja þann þriðja til Íslands. Getty/Tom Weller Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira