Vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 11:45 Þjálfaratíð Hansi Flick hjá þýska landsliðinu, þar sem hann var reyndar lengi aðstoðarþjálfari, hófst á tveimur sigrum og hann ætlar að sækja þann þriðja til Íslands. Getty/Tom Weller Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta, eins og búast mátti við. Hann talaði fallega um íslenska landsliðið fyrir leik liðanna á Laugardalsvelli annað kvöld. Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Flick og hans menn fljúga til Íslands síðdegis í dag og staldra því stutt við á landinu. Þjóðverjar unnu Liechtenstein 2-0 í fyrsta leik sínum undir stjórn þessa fyrrverandi stjóra Bayern München, og völtuðu svo yfir Armeníu 6-0 og tóku þannig af Armenum efsta sæti J-riðils í undankeppni HM. Á meðan tapaði Ísland 2-0 fyrir Rúmeníu og gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu en Flick gerði sitt á blaðamannafundi í dag til að sýna að ekki stæði til að vanmeta íslenska liðið: „Ísland sýndi hvað í það er spunnið með því að jafna metin gegn Norður-Makedóníu. Við vitum að Íslendingarnir leggja afar mikið á sig og fá góðan stuðning frá sínum stuðningsmönnum sem ýta þeim áfram. Þetta er mikið lið sem verst afar vel en getur sótt hratt fram þegar það vinnur boltann, farið fram kantana og átt hættulegar fyrirgjafir. Þeir eru með sterka leikmenn og skapandi fram á við, hafa fjölbreyttar aðferðir og við þurfum að gæta vel að okkur,“ sagði Flick. Vitum að það er uppbygging í gangi Ljóst er að sex leikmenn sem voru í byrjunarliði Íslands í 3-0 tapinu gegn Þýskalandi ytra í mars eru ekki í landsliðshópnum núna, af ýmsum ástæðum. Flick lét það ekki trufla sig: „Við vitum að það eru breytingar hjá Íslandi og uppbygging í gangi. Við einbeitum okkur samt fyrst og fremst að okkur sjálfum, eins og í síðustu leikjum. Auðvitað erum við búnir að greina íslenska liðið og reyna að sjá hvar er mögulega hægt að finna auð svæði til að nýta, en aðalatriðið á okkar æfingum er að hugsa um hvað við sjálfir ætlum að gera. Við hugsum ekki svo mikið um mótherjana.“ Aðspurður hverja hann teldi lykilmenn íslenska liðsins í dag, í fjarveru manna á borð við Gylfa Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason og fleiri, svaraði Flick: „Það er liðið sjálft. Við höfum ekki skoðað einstaka leikmenn en ég þekki einn og einn, og veit um þá sem hafa spilað í Þýskalandi. En fyrir mér er aðalatriðið að mitt lið sé einbeitt, að við sýnum góða frammistöðu og nálgumst leikinn rétt. Það skiptir öllu máli hve mikil gæði við sjálfir sýnum. Við vitum að Ísland er með gott lið.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira