Innlent

Milljón sýni tekin frá því að kórónu­veirufar­aldurinn hófst

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Menn hafa farið misoft í skimun en heyrst hefur af einstaklingum sem nálgast hundrað skipti.
Menn hafa farið misoft í skimun en heyrst hefur af einstaklingum sem nálgast hundrað skipti. Vísir/Vilhelm

Milljónasta sýnið vegna skimunar eftir SARS-CoV-2 var tekið í gær. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segist allt eins gera ráð fyrir því að milljón sýni verði tekin til viðbótar áður en yfir lýkur. 

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

„Það er hálflygilegt að heyra þessa tölu,“ hefur blaðið eftir Óskari Reykdalssyni. „En á sama tíma eigum við von á því að taka milljón sýni til viðbótar. Miðað við alla viðburði sem eru framundan og breyttar reglur um smitgát og að taka alla sem vilja fara á viðburði í hraðpróf.“

Óskar segir kostnaðinn við hvert hraðgreiningarpróf um fjögur þúsund krónur og hvert PCR-próf um sjö þúsund krónur. Því má gera ráð fyrir að prófin hafi kostað fjóra til sjö milljarða króna.

Flest sýni voru tekin á einum degi 27. júlí síðastliðinn, þegar 6.441 var skimaður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.