Átti erfitt uppdráttar á miðjunni | Þrír hægri bakverðir í byrjunarliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 07:31 Trent Alexander-Arnold í gær. Marc Atkins/Getty Images England vann nokkuð torsóttan 4-0 sigur á Andorra í undankeppni HM í fótbolta. Trent Alexander-Arnold fékk loks tækifæri á miðjunni en nýtti það ekki nægilega vel að mati fjölmiðla ytra. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, ákvað að nýta leikmannahóp sinn og gerði fjölda breytinga er England mætti Andorra á Wembley. Trent fékk tækifæri hægra megin á miðjunni í 4-3-3 leikkerfi Englands á meðan Reece James var í hægri bakverði og Kieran Tripper í þeim vinstri. Alls voru því þrír hægri bakverðir í byrjunarliði Englands. „Við vitum að hann er frábær leikmaður og við höfum viljað sjá hann á miðjunni í smá stund. Okkur líður eins og leikurinn í dag sé gott tækifæri til þess. Hann er frábær á boltann, sérstaklega með félagsliði sínu. Hann hefur verið innar á vellinum í undanförnum leikjum svo við erum að vona að honum líði betur þar nú en á síðustu leiktíð,“ sagði Southgate fyrir leikinn. Alexander-Arnold spilaði sem miðjumaður á sínum yngri árum en hefur verið einn albesti hægri bakvörður heims undanfarin ár. Hann átti nokkuð erfitt uppdráttar í gær er England var lengi að ganga frá gestunum frá Andorra. Staðan var 1-0 þegar aðeins tuttugu mínútur voru til leiksloka. „Fyrri hálfleikurinn þaut framhjá honum. Var vandræðalegt að sjá hann innar á vellinum í fyrri hálfleik þar sem hann er svo vanur að vera alveg út við hliðarlínu með Liverpool. Hann skapaði mestan usla þegar hann og Reece James skiptu tímabundið um stöðu. Annars stal Jude Bellingham senunni í fyrri hálfleik og skyggði á Alexander-Arnold,“ segir hjá The Mirror sem fór yfir frammistöðu leikmannsins á miðjunni. „Það kom ekki á óvart að hann hafi skipt um stöðu við James í hálfleik. Sá var ekki lengi að láta til sín taka og átti skot sem endaði í slánni. Alexander-Arnold virtist líða mun betur í stöðu hægri bakvarðar heldur en á miðri miðjunni.“ England vann þó leikinn eins og áður segir þökk sé tveimur mörkum frá Jesse Lingard ásamt einu frá bæði Harry Kane og Bukayo Saka. Englendingar mæta svo Pólverjum þann 8. september í síðasta leik þessa glugga.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira