Fótbolti

Varamennirnir kveiktu neistann þegar Ísland bjargaði stiginu í lokin: Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason fagnar marki sínu með Birki Bjarnasyni.
Brynjar Ingi Bjarnason fagnar marki sínu með Birki Bjarnasyni. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gróf sér holu á Laugardalsvellinum í kvöld en náði að fá eitthvað út úr leiknum með flottum endakafla.

Ísland og Norður Makedónía gerðu 2-2 jafntefli í undankeppni HM en staðan var 2-0 fyrir gestina fram á 78. mínútu leiksins.

Miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason og varamaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins sem komu bæði eftir undirbúnings Alberts Guðmundssonar.

Albert fór á flug á lokakaflanum eftir mjög slaka frammistöðu fram eftir öllum leik. Hann sýndi það hins vegar í lokin að hann getur alveg farið fyrir sóknarleik íslenska liðsins.

Hulda Margrét Óladóttir var á leiknum á Laugardalsvelli í kvöld og tók þessar flottu myndir hér fyrir neðan.

Albert Guðmundsson lagði upp markið fyrir Andra Lucas Guðjohnsen og hér fagna þeir saman.Vísir/Hulda Margrét
Andri Lucas Guðjohnsen skorar sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið.Vísir/Hulda Margrét
Albert Guðmundsson fékk gult spjald og er kominn í leikbann.Vísir/Hulda Margrét
Ísak Bergmann Jóhannesson í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Brynjar Ingi Bjarnason fagnar markinu sínu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Albert Guðmundsson í besta færi íslenska liðsins í fyrri hálfleik.Vísir/Hulda Margrét
Jón Dagur Þorsteinsson var einn af varamönnunum sem lífguðu upp á leik íslenska liðsins.Vísir/Hulda Margrét
Viðar Örn Kjartansson komst lítið áleiðis í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Tólfan fagnar íslensku marki í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×