Leikmenn kallaðir nauðgarar á göngu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2021 19:26 Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Þór Viðarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi verið kallaðir „nauðgarar“ á gönguferð sinni í morgun í aðdraganda leiksins við Norður-Makedóníu. Slíkt sé erfitt að þola fyrir unga leikmenn og hafi haft áhrif á spennustig þeirra í leiknum. Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Sögur af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna, sem ekki eru í íslenska landsliðshópnum nú, hafa varpað skugga á íslenska karlalandsliðið í fótbolta í kringum leikina þrjá sem liðið spilar nú í undankeppni HM. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í kvöld, eftir 2-0 tap gegn Rúmeníu á fimmtudag, en törninni lýkur með leik við Þýskaland á miðvikudaginn. Íslenska liðið átti mjög slakan leik í kvöld, vel fram í seinni hálfleik. Arnar segir að spennustig varamanna sem komu inn á hafi verið rétt stillt en það sama virðist ekki hafa gilt um þá sem hófu leikinn, og að mati Arnars var göngutúrinn fyrr í dag meðal þess sem hafði áhrif á það: „Við erum ekki búnir að gleyma þessum fyrstu 64 mínútum, þær voru erfiðar fyrir alla,“ sagði Arnar eftir að hafa talað vel um lokakafla Íslands í leiknum. „Það var ekki tempó, menn ekki að fylla í svæði, ekki að spila vel fram á við og ekki að finna samherja. Hluti af því er ákveðið spennustig, við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] tökum það á okkur,“ sagði Arnar. „Til að setja hlutina í samhengi varðandi spennustig… Eitt dæmi um hversu erfitt þetta er; að tengja og finna orkuna og þorið og finna stuðninginn og í raun búa til stuðninginn fyrir liðið: Íslenska karlalandsliðið er í göngutúr á leikdegi á heimavelli í Reykjavík og þeir þurfa að sitja undir því að kallað sé á þá: „Nauðgarar! Nauðgarar!“ Ungir drengir og fjölskyldumenn. Þetta er erfitt fyrir marga þessara stráka,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í kvöld. „Ekki misskilja mig, ég er ekki að henda þessari frammistöðu á þetta. Eina sem ég er að segja, er að við verðum sem samfélag að byrja að taka á þessum málum. Við erum ekki að vinna þetta saman, við erum að öskra á hvert annað,“ sagði Arnar og ítrekaði að sér þættu þeir 18-19 ára drengir sem nú eru að stíga fyrstu skref í landsliðinu ættu ekki að þurfa að þola svona köll. Arnar vildi ekki ræða málið frekar né frá hverjum köllin hefðu komið.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Norður-Makedónía 2-2 | Vöknuðu til lífsins og Andri bjargaði stigi Hinn 19 ára Andri Lucas Guðjohnsen skoraði nánast úr sinni fyrstu snertingu þegar hann tryggði Íslandi eitt stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Íslenska liðið átti skelfilegan dag langt fram í seinni hálfleik en frábær lokakafli dugði til 2-2 jafnteflis. 5. september 2021 17:48