„Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 20:06 Kári Árnason Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri. Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira