„Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 20:06 Kári Árnason Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri. Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira