„Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 20:06 Kári Árnason Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, sem bar fyrirliðabandið í 2-2 jafntefli Íslands við Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir við spilamennsku íslenska liðsins í hálfleik. Hann segir að ekki sé hægt að gera sömu kröfur á liðið og síðustu misseri. Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Kári var tæpur fyrir leikinn og missti af leik Íslands við Rúmeníu á fimmtudag vegna meiðsla. Hann er 38 ára gamall og segir skrokkinn ekki vera þann besta eftir leik. „Hann er ekkert frábær, ég ætla ekki ljúga því. Völlurinn er líka extra þungur þessa dagana þannig að ég þarf eiginlega bara að sjá til á morgun hvernig mér líður.“ Ísland byrjaði leikinn ekki vel og lenti undir vegna marks eftir hornspyrnu snemma leiks. Þeir makedónsku bættu öðru marki við snemma í síðari hálfleik áður en Ísland kom til baka á lokakaflanum og jafnaði leikinn. „Þetta leit ekki vel út á köflum og við sköpuðum sama sem ekki neitt fram á við. Mér fannst strákarnir sem komu inn á koma með nýtt líf og við byrjuðum að taka sénsa í varnarleiknum, sem þú vilt kannski ekki gera í stöðunni 0-0, en það borgaði sig. Við fórum í rauninni bara maður á mann sem er áhættusamt, sérstaklega gegn betri liðum,“ segir Kári um leikinn og bætir við: „Við vorum engan veginn nógu þéttir og þeir fengu bara að spila á milli okkar að vild og héldu boltanum vel í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var betri og það borgaði sig að taka þessa sénsa. Menn sjá að þetta eru bara smáatriði sem muna, að við skorum fleiri mörk en þeir í dag,“ „Þeir fá í rauninni fá engin dauðafæri, þetta er lélegt engu að síður. Við eigum aldrei að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, bara aldrei, það er bara ekki í boði. Það er bara spurning um að hafa kveikt á sér og vera aggressívur,“ Klippa: Kári Árnason eftir Ísland - N-Makedónía Ekki hægt að gera sömu kröfur Íslenska liðinu tókst að koma til baka og segir Kári það vegna þess að smáatriðin hafi fallið með liðinu eftir hléið. Hann segir þá að minnka verði kröfurnar á liðið vegna breytinganna sem hafa orðið á leikmannahópnum. „Smáatriðin duttu með okkur í seinni hálfleik og við endum á að koma ágætlega frá þessu. Auðvitað vill maður ekki vera að taka eitt stig hér, maður vill þrjú stigin, maður er orðinn vanur því en það kom aldrei til greina að tapa tveimur leikjum í röð á móti liðum sem eru í dag á svipuðum stað og við.“ segir Kári. „Það verður líka aðeins að minnka kröfurnar, þetta alveg það sama. Það er verið að byggja upp nýtt lið og kröfurnar eru kannski ekki gerðar strax allavega, að vinna hvern einasta leik á heimavelli.“ Hann segir þrátt fyrir það að kröfurnar eigi að vera gerðar um betri frammistöðu en sýnd var framan af leik í dag. „Hundrað prósent. Það er ekki boðlegt og ég held að það séu allir meðvitaðir um það. En það voru gerðar breytingar í hálfleik á skipulagi og þetta leit töluvert betur út. En engu að síður, bæði mörkin bara óásættanleg.“ segir Kári sem segir að menn hafi verið gríðarlega ósáttir í hálfleiknum. „Það var mikill hiti í mönnum og það var alveg verðskuldað. Menn áttu alveg skilið að fá að heyra það, allir sem einn.“ segir Kári en viðtalið við hann má sjá að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira