Nafnarnir spiluðu sinn hundraðasta landsleik Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 18:20 Birkir Már Sævarsson spilaði sinn hundraðasta landsleik í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu báðir sinn 100. landsleik fyrir hönd íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í dag. Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli. HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Íslenska liðið kom til baka gegn þeim norður-makedónsku í dag þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Andri Lucas Guðjohnsen skoruðu sitt hvort markið á lokakafla leiksins til að jafna 2-2, eftir að Ísland hafði lent 2-0 undir. Bæði Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu allan leikinn í dag og báðir voru þeir að leika sinn 100. landsleik. Aðeins einn karlmaður hefur áður spilað 100 landsleiki fyrir Ísland, Rúnar Kristinsson, sem er leikjahæstur í sögu landsliðsins með 104 landsleiki. Þeir nafnar geta báðir komist upp fyrir Rúnar í undankeppninni sem nú stendur yfir en Ísland ef hálfnað með sína leiki þar, fimm leikjum er lokið af tíu. 100!!! litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021 Birkir Már er 36 ára gamall og lék sinn fyrsta landsleik gegn Liechtenstein árið 2007, sem lauk með 1-1 jafntefli. Hinn 33 ára gamli Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í 4-0 sigri á Andorra árið 2010. Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson eru næstir á eftir nöfnunum með 97 landsleiki hvor og þá er Kári Árnason í fimmta sæti eftir leik dagsins, sem var hans nítugasti leikur. Hann fór þar með upp fyrir Hermann Hreiðarsson sem lék 89 landsleiki á sínum landsliðsferli.
HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Það helsta af Twitter eftir jafntefli Íslands og N-Makedóníu: „Thank god for Guðjohnsens!“ Eftir að lenda 0-2 undir gegn Norður-Makedóníu sýndi íslenska liðið karakter og náði að jafna leikinn í 2-2. Segja má að Twitter-færslur þeirra sem fylgdust með leiknum endurspegli ágætlega þær sveiflur sem áttu sér stað innan vallar í kvöld. 5. september 2021 18:11