Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 15:31 Diljá Ýr Zomers spilaði fyrri hálfleikinn með Hacken í dag sem gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Göteborgs Posten/Vísir Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira