Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 15:31 Diljá Ýr Zomers spilaði fyrri hálfleikinn með Hacken í dag sem gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Göteborgs Posten/Vísir Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn